Í áfanganum sem er fornámsáfangi, er lögð áhersla á að nemendur byggi ofan á þá færni sem þeir hafa öðlast í grunnskóla. Nemendur vinna að því að auka orðaforða sinn og málskilnig. Áfanginn er ætlaður nemendum sem standa verulega höllum fæti í íslensku, nemendum sem hafa búið lengi erlendis og nemendum sem hafa nokkur tök á talmáli en eiga annað móðurmál en íslensku.

Áfangalýsing

Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20. og 21. aldar í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá, glöggva sig á inntaki bókmenntaverkanna og reyna að átta sig á erindi þeirra við eigin samtíma og nútímann. Nemendur gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega með sérstöku tilliti til mismunandi stíls ólíkra höfunda.

Námsefni: Sjálfstætt fólk, Afleggjarinn og efni af vef