Í áfanganum er lögð áhersla á grundvallarþætti í frumulíffræði og erfðafræði. Farið verður í byggingu og starfsemi mismunandi frumuhluta. Fjallað verður um frumuskiptingar og erfðaefnið. Ef tími er til verður einnig fjallað um mismunandi vefjagerðir.

Í áfanganum kynnast nemendur sögu jarðar, þróun lífríkis og breytingum á landaskipan í tímans rás. Sérstök áhersla er lögð á myndunar- og mótunarsögu Íslands. Helstu efnisatriði eru: * Jarðsaga heimsins * Upphaf lífs og þróun þess á mismunandi jarðsögutímabilum * Náttúruhamfarir og áhrif þeirra á sögu jarðar * Jarðsögutaflan * Upphaf mannsins * Aldursákvarðanir * Jarðsaga Íslands * Ísaldir og orsakir þeirra


Í áfanganum kynnast nemendur helstu meginþáttum í jarðfræði Íslands á fjölbreyttan og lifandi hátt. Áhersla verður lögð á að setja uppruna og tilveru landsins í samhengi við landrek og landmótun af völdum hinnar eilífu baráttu innrænu og útrænu aflanna.

Í þessum byrjunaráfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist náttúruvísindum á fjölbreyttan hátt.  Í áfanganum er kynnt sú aðferðarfræði sem er sameiginleg náttúru- og raunvísindum. Lögð er áhersla á eðlisfræði, líffræði, efnafræði, jarðfræði, umhverfisfræði og landafræði. Í áfanganum verða eftirfarandi efnisþættir kynntir: eðli vísinda, helstu skref vísindalegra aðferða, SI-einingakerfið, mælinákvæmni og markverðir stafir. Nemendur kynnast grunnatriðum hverrar fræðigreinar fyrir sig og tengslum þeirra við háskólanám og atvinnulífið.

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að veita nemendum yfirsýn yfir vistfræðina sem fræðigrein svo og að fá innsýn í umhverfisfræðina. Sérstök áhersla er lögð á sérstöðu Íslands, helstu gerðir vistkerfa og vistfræði- og atferlisrannsóknir, helstu nytjadýrastofna lands- og sjávar/ferskvatns, villt spendýr og fuglar. Helstu hugtök vistfræðinnar eru tekin fyrir og ætlast til þess að nemendur geti nýtt sér þau í framsetningu verkefna sinna.