- Kennari: Birta Antonsdóttir
Viðfangsefni mannfræðinnar er manneskjan sem dýrategund. Í áfanganum er farið yfir helstu nálganir mannfræðinnar að mannskepnunni. Meginhluti efnisins beinist að félagslegri mannfræði og nemendur kynnast rannsóknaraðferðum og helstu umfjöllunarefnum mannfræðinga. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist mismunandi menningarheimum og fái þjálfun í að beita afstæðishyggju sem hluta af aðferðarfræði fagsins. Meðal þess sem tekið verður fyrir er fjölbreytileiki í fjölskylduformum, hjúskap, sifjakerfum, ættrakningu, kynhlutverkum, lagskiptingu, stríðsrekstri, friðarferlum, hagkerfum og trúarhugmyndum. Heildræn sýn mannfræðinnar á hvernig mismunandi stofnanir samfélagsins tengjast og hafa áhrif hver á aðra er höfð í forgrunni sem og hvaða hlutverki mannfræðin hefur í hnattrænu samfélagi nútímans og framtíðar. Nemendur fá einnig innsýn í nálgun líffræðilegrar mannfræði, til dæmis prímatafræði, fornmannfræði, erfðamannfræði og réttarmannfræði.
- Kennari: Jakob Bragi Hannesson