Markmið áfangans er að tryggja að nemandinn geti notað fjölbreyttan hugbúnað og upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Í áfanganum verður farið yfir tölvubúnað og hvernig best má nýta hann í námi við skólann. Mest áhersla verður lögð á forrit og verklagsreglur sem nemendur þurfa síðar að nota í öðrum áföngum.