ÞÝSK 1ÞC05 er þriðji áfangi sem nemendur taka sem hafa valið þýsku sem þriðja erlenda tungumál. Áfanginn byggir á því sem áður hefur verið kennt, en í þetta skipti er lesin stutt skáldsaga, Kein Schnaps für Tamara og unnin úr henni verkefni, bæði skrifleg og munnlega auk annarra almennra málnotkunar- og málfræðiverkefna. Ný málfræði er þátíð og núliðin tíð sterkra og veikra sagna, aukasetningar, þolmynd og tilvísunarsetningar.